Keilir

Fyrsta ganga gönguhópsins JáSæll Cool var farin í dag. Frábær ganga í alla staði, sól, logn og blíða.

Leiðin lá bein og greið að Keili sem er einskonar einkennisfjall Reykjaness enda stendur það svo til eitt og sér og gnæfir yfir önnur fjöll og hóla á svæðinu. Keilir er móbergsfjall sem rís 379m yfir sjávarmáli og varð til vegna eldgoss undir jökli á ísöld.

Við vorum sem sagt 5 skvísur, Helga Björk, Helga P., Ásdís, Paula og Melkorka sem lögðum af stað kl. rúmlega 9 frá Reykjavík áleiðis að Keili. Veðrið var hreint út sagt stórkostlegt og töldum við það að sjálfsögðu vera mikið gæfumerki fyrir jómfrúgöngu hópsins Tounge

Eftir smá útúrdúra fundum við bílastæðið og lögðum í gönguna yfir hraunið. Það er ca. 1 tíma gangur að Keili, í raun góð upphitun fyrir fjallið sjálft sem er nokkuð bratt. Það tók svo okkur um 1 klukkustund að komast upp.. enda tekur Keilir  bæði í rass og læri enda þó nokkuð bratt upp og mikið um skriður. Það má segja að við hvert skref sem við fórum upp, fórum við tvö afturábak GetLost Smá púl var þetta þannig upp hlíðarnar, einnig var spurning um bestu leiðina þar sem engann stíg var að sjá eða e-h kennileiti. Allt hafðist þetta þó í lokin og eins og myndirnar sýna best, þá er útsýnið stórkostlegt af toppnum.

Þetta var frábær ganga í alla staði sem tók í heildina 4 tíma.

Við í gönguhópnum JáSæll vonumst svo  til að sjá sem flesta laugardaginn 26. apríl en þá ætlum við að leggja Esjuna að velli. Smile

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ garpar!! Ég er full af öfund eftir að skoða myndirnar, ég var heima með hálsbolgu :( En ég kem með næst ;)

Íris Hlín (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Melkorka Jónsdóttir

Hlakka til að fá þig með á Esjuna Íris

Melkorka Jónsdóttir, 14.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Melkorka Jónsdóttir

Höfundur

Melkorka Jónsdóttir
Melkorka Jónsdóttir
Gönguhópurinn JáSæll

Færsluflokkar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 0246
  • IMG 0004
  • IMG 0005
  • IMG 0010
  • IMG 0014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband