Færsluflokkur: Ferðalög
8.7.2008 | 00:07
Garpamyndir frá Fimmvörðuhálsi
Nýjar myndir úr ferð Garpana yfir Fimmvörðuháls þ. 5. júlí 2008 eru komnar inn
Ferðasagan er í fæðingu.....kemur á næstu dögum.
Melkorka
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 00:06
Hengill
Loksins eru nýjustu göngugarpamyndirnar komnar inn Frekar fámennur var hópurinn sunnudaginn 18. maí en því vitsmunalegri" voru umræðurnar og blómlegar með afbrigðum
Upphaf göngunnar var við gamla Víkingsskálann við Sleggjubeinsskarð þar sem uppgangan hófst. Gengum við svo sem leið lá meðfram Innstadal , upp Hengilinn og alla leiða á toppinn er kallast Vörðuskeggi, tæplega 900 m yfir sjávarmáli. Þetta eru 14km og tók okkur garpana 5 tíma. Aðalfyrirsætan á myndunum er Íris enda mikið sæt. hin kellan fékk að fljóta með á einni og einni mynd..hehe. Annars koma fleiri myndir inn á næstunni..framhald á næstu dögum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 17:43
Esjan
Esjan var tekin fyrir í dag og voru það voru hressir garpar sem mættu á Shellstöðina við Vesturlandsveg kl. 11 í morgun.
Þátttaka var bara nokkuð góð og mættir voru; Kerry, Álfgeir og frú, Lilja Sesselja, Íris, Melkorka, Sif og Ásdís bættist í hópinn með voffann Breka við Esjurætur.
Veðrið var upp á sitt besta, sól skein í heiði og lítill vindur..það er að segja í Reykjavík. Það kom þó fljótt í ljós við byrjun göngunnar, að við myndum hafa ískaldann norðanvindinn í fangið alla leiðina upp .. og við erum að tala um svo MIKINN vind að garparnir þurftu á öllum sínum styrk og þoli að halda við uppgöngu
Hópurinn skiptist svo í tvennt við brúna, tekin var bæði vinstri og hægri leið upp og þannig mættust hóparnir á miðri leið - eða rétt undir við Steininn. Myndirnar bera þess kannski merki en undirrituð fór hæga megin í samfloti við Ásdísi, Sif og voffann Breka.
Að lokum sameinaðist hópurinn á ný við bílastæðið þar sem "fjalla" mál og fleiri viðburðir eins og t.d. fyrirhuguð ráðstefnuferð til USA voru skeggrædd..
Allt í allt tók þessi Esjuganga um 2,5 tíma.. bara nokkuð góður tími þrátt fyrir mikinn mótvind .. enda erum við Garpar
Takk fyrir frábæra göngu í dag - vonumst svo til að sjá sem flesta laugardaginn 10. maí en þá er það Skálafell sem mun verða lagt að velli.
Melkorka
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2008 | 20:26
Næsta ganga
Jæja, þá er komið að næstu göngu Gönguhópsins JáSæll
Við ætlum sem sagt að fara á Esjuna, Þverfellshorn laugardaginn 26. apríl kl. 11. Gangan upp og niður tekur ca. 3 klst.
Það er örlítil breytt tímaáætlun en við ætlum að hittast kl. 11 (í staðinn fyrir kl. 9) við Shellstöðina á Vesturlandsvegi þar sem við sameinumst í bíla og keyrum áleiðis. Munið að taka með ykkur hlý föt , regn og vindheld þar sem spáin fyrir helgina er nokkuð blönduð. Annars mæli ég með því að þið farið inn á vefsíðuna www.belgingur.is en þar er hægt að fylgjast náið með veðurbreytingum næstu daga. Einnig er hægt að skoða gönguleiðina á www.ganga.is
Við vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn
Bestu kveðjur frá Görpunum
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.4.2008 | 22:24
Gönguáætlun
Gönguhópurinn Já SællÆfingagönguplan fyrir Fimmvörðuháls- Móttó: Laugardagar eru göngudagar J og Sælla er að ganga en hlaupa
Hugmyndin er að hittast kl. 9.00 við Shellstöðina á Vesturlandsvegi og sameinast í bíla. Nauðsynlegt að hafa með nesti, nasl, drykkjarvörur, góða gönguskó og hlý föt/hlýfðarföt enda allra veðra von hér á Fróninu. Það er velkomið að taka með vini og vandamenn í göngurnar!!
Æfingagönguplanið
Glymur: 29. Mars
Göngutími: ca. 3 tímar
Keilir: 12. apríl
Göngutími : ca. 3 tímar
Esjan Þverfellshorn: 26. Apríl
Göngutími: ca. 3 tímar
Skálafell: 10. Maí
Göngutími: ca. 2-3 tímar
Skessuhorn: 17. Maí
Göngutími: ca. 4 tímar
Stapatindur : 24. Maí
Göngutími : ca. 2 tímar
Móskarðshnjúkar: 7. Júní
Göngutími: ca. 3 tímar
Leggjabrjótur 21. Júní
Göngutími: 5-6 tímar
Fimmvörðuháls : 5.-6. Júlí
Gengið á laugardagsmorgni frá Skógum og komið niður í Bása í Þórsmörk seinnipartinn. Grill og gaman um kvöldið. Gist í skála eða tjaldi. Farið heim á sunnudeginum.
Nánari lýsing síðar.
Hægt að nálgast upplýsingar um gönguleiðir á www.ganga.is
Með göngukveðju
Helga, Íris, Karen og Melkorka
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 17:27
Keilir
Fyrsta ganga gönguhópsins JáSæll var farin í dag. Frábær ganga í alla staði, sól, logn og blíða.
Leiðin lá bein og greið að Keili sem er einskonar einkennisfjall Reykjaness enda stendur það svo til eitt og sér og gnæfir yfir önnur fjöll og hóla á svæðinu. Keilir er móbergsfjall sem rís 379m yfir sjávarmáli og varð til vegna eldgoss undir jökli á ísöld.
Við vorum sem sagt 5 skvísur, Helga Björk, Helga P., Ásdís, Paula og Melkorka sem lögðum af stað kl. rúmlega 9 frá Reykjavík áleiðis að Keili. Veðrið var hreint út sagt stórkostlegt og töldum við það að sjálfsögðu vera mikið gæfumerki fyrir jómfrúgöngu hópsins
Eftir smá útúrdúra fundum við bílastæðið og lögðum í gönguna yfir hraunið. Það er ca. 1 tíma gangur að Keili, í raun góð upphitun fyrir fjallið sjálft sem er nokkuð bratt. Það tók svo okkur um 1 klukkustund að komast upp.. enda tekur Keilir bæði í rass og læri enda þó nokkuð bratt upp og mikið um skriður. Það má segja að við hvert skref sem við fórum upp, fórum við tvö afturábak Smá púl var þetta þannig upp hlíðarnar, einnig var spurning um bestu leiðina þar sem engann stíg var að sjá eða e-h kennileiti. Allt hafðist þetta þó í lokin og eins og myndirnar sýna best, þá er útsýnið stórkostlegt af toppnum.
Þetta var frábær ganga í alla staði sem tók í heildina 4 tíma.
Við í gönguhópnum JáSæll vonumst svo til að sjá sem flesta laugardaginn 26. apríl en þá ætlum við að leggja Esjuna að velli.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Melkorka Jónsdóttir
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar